Í kvöld miðvikudaginn 24. nóvember verður boðið upp á námskeið í safnaðarheimili kirkjunnar sem nefnist Engill í glugga. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað aðventa er og hvaða leiðir hægt sé að fara til þess að þessi tími kirkjuársins verði gefandi og styrkjandi. Námskeiðið hefst kl. 19 og lýkur kl. 21, það er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.