Á miðvikudaginn 24. nóvember hittumst við í Maður er manns gaman. Þá verður spilað bingó og eftir það verður heitt á könnunni. Samveran hefst klukkan 13:30 og lýkur um 15:00. Jólasamveran okkar verður 8. desember á sama tíma. Vertu velkomin/nn.
Kyrrðar- og bænastundir eru í hádeginu á miðvikudögum allan ársins hring. Þær hefjast klukkan 12:00 með signingu og bæn. Eftir stundirnar er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.