Sunnudaginn 21. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Broskórinn syngur og brúður koma í heimsókn.  Athugað verður hvað leynist í fjársjóðskistunni sem opnast aðeins með orði Guðs.  Djús og kaffisopi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Tómasarmessa kl. 20 með yfirskriftinni:  Ef þú trúir munt þú lifa.  Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu.  Sérstakir gestir verða Íris Lind Verudóttir og Emil Heiðar Björnsson sem munu flytja tónlist og auk þess mun Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söngnemi syngja.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Vakin er athygli á því að þetta er síðasta Tómasarmessan á þessu ári þar sem engin Tómasarmessa verður í desember.