Annan hvern miðvikudag hittast góðir vinir í félagsskapnum Maður er manns gaman.  Þann 10. nóvember er næsta samvera.  Þá ætlum við að spjalla, grípa í handavinnuna okkar eða  spilin.  Við fáum stúlkur úr Broskórnum í heimsókn til okkar sem ætla að gleðja okkur með söng sínum. Alltaf pláss fyrir nýja vini, viltu bætast í hópinn?

Sama dag er kyrrðar- og bænastund í kirkjunni og hefst hún klukkan 12:00.  Við kyrrum hugann, hlýðum á fallega tónlist, göngum að borði Drottins og eigum bænastund saman.  Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.

Þú ert velkomin/nn í Breiðholtskirkju.