Sunnudagurinn 31. október: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með vetrarþema. Sungnir verða vetrarsöngvar, sögð saga sem yljar á köldum vetrardögum og boðið verður upp á einstaka stjörnuskoðun. Öll börn mega koma með teppi og kodda með sér því markmiðið er að eiga notalega stund í húsi Drottins.
Tómasarmessa kl. 20 með þátttöku KSS (Kristilegu skólahreyfingarinnar). Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn fyrir alla sem þess óska. Þema Tómasarmessunnar er spurning Péturs: Hversu oft á ég að fyrirgefa? Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar messu og eru fermingabörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.