Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni hefur umsjón með sunnudagaskólanum ásamt Lindu Rós Sigþórsdóttur og Karenu Ósk Sigþórsdóttur. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en eftir miskunnarbænina fara börnin niður í safnaðarheimili og fá þar fræðslu við sitt hæfi. Í safnaðarheimilinu er mikil gleði og alltaf spennandi að sjá hvað fjársjóðskistan geymir.
Í messunni þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson sem er skólaprestur Kristilegu skólasamtakanna. Organisti er Julian E. Isaacs og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt í messunni. Fermingarbörn eru hvött til þátttöku í messunni ásamt foreldrum sínum. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.