Alla föstudagsmorgna klukkan 10:00 hittast foreldrar með börnin sín í safnaðarheimili kirkjunnar.  Þetta er gott tækifæri fyrir foreldra til að deila reynslusögum, fá góð ráð hjá öðrum nú eða bara spjalla um daginn og veginn.  Börnin una sér vel innan um dótið og góðan félagsskap.  Allir eru velkomnir á foreldramorgna.