Alla miðvikudaga klukkan 16:00 hittast Kirkjukrakkar hér í kirkjunni.  Þá er mikið leikið, föndrað, sungið og síðast en ekki síst förum við inn í kyrrðarherbergið.  Þar sitjum við á pullum á gólfinu og hlustum á Biblíusögu eða hlustum á þögnina.  Það er svo gott að kunna að sprella og hafa fjör og kunna svo líka að slaka á.  Allir krakkar á aldrinum 6-9 ára eru velkomnir – alltaf hægt að bætast í hópinn.

Í hádeginu á miðvikudögum er boðið uppá kyrrðar- og bænastundir í kirkjunni.  Stundirnar hefjast klukkan 12:00 með tónlist.  Lesið er úr Biblíunni, flutt hugvekja, borin er fram máltíð Drottins og að lokum er fyrirbænastund.  Fyrirbænaefnum er hægt að koma til okkar í síma 587-1500 eða í stundinni sjálfri.  Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.