Sunnudaginn 17. október verður sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur, Lindu Rósar Sigþórsdóttur og Karenar Ósk Sigþórsdóttur.  Fjársjóðskistan verður opnuð með orði Guðs, brúður koma í heimsókn og mikið verður sungið af skemmtilegum lögum.  Sunnudagaskólinn er fyrir alla fjölskylduna.

Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt ásamt fermingarbörnum.  Guðspjall dagsins er Matt. 22:1-14 þar sem Jesús talar um að líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns.  Einnig verður þess minnst að 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt.