Broskórinn er yngri barnakór Breiðholtskirkju.  Í honum syngja börn frá 1.-4. bekk og fara æfingarnar fram í Breiðholtsskóla alla fimmtudaga kl. 15.  Eldri barnakórinn er fyrir börn í 5.-8. bekk og eru æfingar kórsins alla fimmtudaga kl. 16 í Breiðholtskirkju.  Stjórnandi barnakóranna er Julian E. Isaacs og honum til aðstoðar er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni.  Báðir kórarnir geta bætt við sig þátttakendum og eina skilyrðið er að hafa gaman af því að syngja.  Allar nánari upplýsingar gefur Julian í síma 587 1500.