Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón:  Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, Linda Rós Sigþórsdóttir og Karen Ósk Sigþórsdóttir.  Fjársjóðsleit, fróðleikur og fyndnar brúður koma við sögu í sunnudagaskólanum auk Biblíusögu og bæna.  Djús í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.

Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, messuhópur 4 tekur virkan þátt í messunni.  Organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 584, nr. 30. nr. 194 og eftir prédikun nr. 194, nr. 586 og nr. 527.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.