Sunnudaginn 12. september verður sunnudagaskóli og messa kl. 11.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína Björg, Linda og Karen.  Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan niður í safnaðarheimili þar sem leitað verður að fjársjóðskistunni og sögð verður saga úr Biblíunni.  Öll börn fá fallega mynd með sér heim.  í messunni þjónar sr. Gísli Jónasson ásamt messuhópi 3.  Organisti er Julian E. Isaacs og kór kirkjunnar syngur.  Kaffisopi og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.