Miðvikudaginn 8. september verður kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin tekur u.þ.b. 40 mínútur og síðan er boðið upp á hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Kl. 16 er samvera kirkjukrakkanna sem er starf fyrir börn í 1. til 4. bekk. Boðið er upp á fylgd frá Bakkaseli fyrir þau börn sem þar eru. Samverunni lýkur kl. 17.