Sunnudaginn 5. september:  Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna, Karenar Ósk Sigþórsdóttur og Lindu Rósar Sigþórsdóttur.  Öll börn fá fallega bók og myndir sem þau geta safnað yfir veturinn.  Gamlir vinir koma í heimsókn og mikið verður sungið af skemmtilegum lögum.  Eftir stundina er boðið upp á djús og kaffi í safnaðarheimilinu. 

Messa kl. 11, barn borið til skírnar.  Prestar sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.  Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra.  Fundur með foreldrum væntanlegra fermingarbarna hefst strax að lokinni messu í safnaðarheimili kirkjunnar.