Vetrarstarfið er hafið í kirkjunni og foreldramorgnarnir því komnir á sinn stað á föstudögum milli kl. 10 og 12.  Þá hittast foreldrar með börn sín í safnaðarheimilinu og eiga góða stund saman.  Reglulega yfir veturinn eru flutt fræðsluerindi sem snúa að umönnun barna eða öðru því sem foreldrum kemur að góðum notum.  Allir foreldrar eru hjartanlega velkomnir og góð aðstaða er í kirkjunni fyrir börnin hvort sem þau eru í vögnum sínum eða á dínum inni.  Umsjón með foreldramorgnunum hefur Emilía G. Svavarsdóttir.