Miðvikudaginn 30. júní verða hádegistónleikar í kirkjunni sem hefjast kl. 12.  Gunnhildur Halla Baldursdóttir og Julian E. Isaacs flytja fjölbreytt verk m.a. eftir Händel, Bach og Purcell.  Tónleikarnir verða í um hálftíma en að þeim loknum verður gengið til altaris og fyrirbæna eins og venja er á kyrrðarstundum  á miðvikudögum.  Að stundinni lokinni verður boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.