Þriðja og síðasta „göngumessa“ Breiðholtssafnaðanna verður nk. sunnudag.  Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 19 og gengið til messu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20.  Góð þátttaka hefur verið í göngunum og ánægjulegt að heimsækja nágrannakirkjur sínar með þessum hætti.  Þar sem um sameiginlegt verkefni Breiðholtssafnaðanna er að ræða verður ekki messað í Breiðholtskirkju kl. 11 á sunnudaginn en sóknarbörn eru hvött til þátttöku í göngumessunni.