Næst komandi sunnudag 6. júní sameinast söfnuðirnir í Breiðholtinu í svo kölluðu göngumessum.  Þá verður safnast saman við Breiðholtskirkju kl. 19 og gengið saman að Seljakirkju þar sem messað verður kl. 20.  Að lokinni messu verður göngufólki ekið aftur að upphafsreit við Breiðholtskirkju.  ATH.  þennan sunnudag verður því ekki messað í Breiðholtskirkju að morgni dags eins og venja er, en við vonumst til að sem flest sóknarbörn taki þátt í göngumessunni um kvöldið.