Nú fer að líða að lokum barnastarfsins hér í kirkjunni.  Síðasta kóræfing hjá Broskórnum er í dag (fimmtudag) og lokafundur hjá TTT er einnig í dag.
Næsta miðvikudag (12.maí) er lokafundur hjá Kirkjuprökkurum og þann dag er mikilvægt að allir komi klæddir eftir veðri þar sem við ætlum að vera úti í leikjum og gæða okkur á grilluðum pylsum.
Eldri barnakórinn verður með sína lokaæfingu fimmtudaginn 20. maí.

Kæru vinkonur og vinir takk fyrir veturinn.  Hafið það gott í sumar og hittumst heil næsta haust.