Foreldramorgunn er alla föstudaga milli kl. 10 og 12. Þá koma foreldrar saman í safnaðarheimilinu og eiga góða stund yfir kaffi og meðlæti meðan börnin leika sér. Í vetur hafa einstaka feður verið duglegir að mæta en meirihluti þátttakenda eru mæður sem eiga börn á öllum aldri. Góð aðstaða er við safnaðarheimilið fyrir vagna og kerrur og einnig eru barnastólar inni og dýnur fyrir börnin. Umsjón með foreldramorgnunum hefur Emilía s: 849 8459.