Sunnudaginn 2. maí verður farið í hina árlegu safnaðarferð kirkjunnar.  Að þessu sinni verður ekið austur fyrir fjall að Eyrarbakka og Stokkseyri.  Helgistund verður í Eyrarbakkakirkju og að henni lokinni verður boðið upp á léttan hádegismat.  Eftir hádegi verður farið í Húsið, byggðarsafn staðarins og ekið því næst að Stokkseyri þar sem stoppað verður við Þuríðarbúð sem er gömul verðbúð.  Farið verður í fjöru ef veður leyfir og ferðin endar á kaffisopa í Hveragerði.  Lagt verður af stað frá Breiðholtskirkju kl. 10 á sunnudaginn.  1500 kr. er gjaldið fyrir fullorðna, en ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum og er þá allt innifalið, ferðirnar, matur og aðgangur að söfnum.  Skráning er í síma 587 1500 eða í síma 892 2901.