í dag var sérstakur fundur hjá Kirkjuprökkurum fyrir margar sakir. Foreldrar og systkini voru boðin á fundinn, börnin sungu fyrir viðstadda og síðan var gætt sér á sérlega ljúffengum réttum sem biðu okkar á veisluborðinu.
Það er gott að hjálpa öðrum og það vita krakkarnir í Kirkjuprökkurum mjög vel. Undanfarnar vikur hafa börnin verið að safna fyrir vini okkar í flóttamannabúðum í Úganda. Það var einkar ánægjulegt að afhenda fulltrúa ABC hjálparstarfsins umslag með afrakstrinum á þessum sérstaka fundi dagsins, sem var líka afmælisdagurinn hennar Heiðdísar Hörpu. Til hamingju kæra vinkona.