Sunnudaginn 25. apríl verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna.   Fjársjóðsleit og brúður koma í heimsókn.  Öll börn fá sögu með sér heim úr Biblíunni.  Djús og kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustunni.

Síðasta Tómasarmessa vetrarins verður nk. sunnudag kl. 20.  Yfirskrift messunnar er „Hryggð mun snúast í fögnuð“.   Þorvaldur Halldórsson leikur á hljómborðið og sönghópur leiðir almennan söng.  Fyrirbænin skipar stóran sess í Tómasarmessunni og margir hafa reynt þá blessun sem í henni er falin.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Allir velkomnir.