Fundur hjá kirkjuprakkurum hefst hér í kirkjunni klukkan 16:00 og það eru allir krakkar á aldrinum 6-9 ára velkomnir á fundinn.  Við höldum við áfram með hæfileikakeppnina en þá sýna krakkarnir hæfileika sína ýmist í hóp- eða einstaklingsatriði.  Það má sýna listaverk, dansatriði, segja brandara eða hvað það sem þeim dettur í hug.

Vetur kvaddur er yfirskrift samverustundar hér í kirkjunni sem  hefst klukkan 14:00 og er ætluð öllum eldri borgurum í Breiðholtinu.  Dagskráin er samstarfsverkefni milli Félagsstarfseminnar í Gerðubergi, Félagsþjónustunnar í Mjódd og Breiðholtskirkju.  Fjölbreytt dagskrá þar sem ungir jafnt sem aldnir skemmta.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu í lokin.

Kyrrðarstund verður í hádeginu á miðvikudag sem og aðra miðvikudaga.  Stundin hefst klukkan 12:00 og eftir hana er hádegishressing í safnaðarheimilinu.

Allir hjartanlega velkomnir.