Sunnudaginn 18. apríl mun biskup Íslands ljúka heimsókn sinni til Breiðholtssafnaðar með þátttöku sinni í helgihaldi dagsins.

Kl. 11 verður sameiginleg barnastarfshátíð Breiðholtssafnaða.  Barnakórar úr Fella- og Hólakirkju, Seljakirkju og Breiðholtskirkju munu syngja og öll börn fá tækifæri til þess að taka þátt í leitinni að fjársjóðskistunni.  Að stundinni lokinni verður boðið upp á grillaðar pulsur og djús í safnaðarheimilinu.

Kl. 14 verður hátíðarmessa.  Herra Karl Sigurbjörnsson prédikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson þjóna fyrir altari ásamt Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna.  Messuhópur tekur virkan þátt og börn úr forskóla fermingarfræðslunnar taka við viðurkenningum fyrir þátttöku sína.  Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Allir hjartanlega velkomnir.