Á morgun, miðvikudag, verður biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson að vísitera í kirkjunni og mun af því tilefni taka þátt í öllu því starfi sem verður þann daginn.

Klukkan 12:00 hefst bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni.  Stundin er kjörið tækifæri til að eiga hljóða stund í erli og amstri dagsins, eiga samfélag í bæn og þakkargjörð.  Prestar kirkjunnar taka við bænarefnum í síma 587-1500.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð.

Maður er manns gaman hittist á miðvikudögum klukkan 13:30.  Þetta er hugsað sem samvera fyrir eldri borgara en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.  Yfirskrift morgundagsins er ,,Minningar´´.

Kirkjuprakkarar mæta klukkan 16:00 í kirkjuna.  Þá hefst loksins hæfileikakeppnin sem krakkarnir hafa beðið spenntir eftir.  Minnum á að hægt er að skila inn sparigrísunum sem krakkarnir hafa verið að safna í.