Skírdagskvöld: Messa kl. 20, altarisganga og Getsemanestund í lokin. Gunnhildur Halla Baldursdóttir og Hlín Pétursdóttir flytja verkið Stabat Mater eftir Pergolesi við undirleik Julian E. Isaacs. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni prédikar og messuþjónar taka virkan þátt.
Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11, litanian sungin. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs og kór kirkjunnar syngur, messuþjónar lesa ritningarlestra
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 við sólarupprás. Tendrað verður á nýju páskakerti og upprisu frelsarans fagnað með lofgjörð. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kirkjukór Breiðholtskirkju syngur og messuhópur tekur virkan þátt. Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu þar sem hver og einn getur lagt fram brauðmeti, kökur eða annað sem hann kýs að hafa á morgunverðarborðinu.
Annar páskadagu: Fermingarmessa kl. 13:30. Prestar kirkjunnar þjóna og kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Julian E. Isaacs organisti. Fermd verða: Helena Ósk Ingvarsdóttir, Íris Sigurðardóttir, Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir og Sonja Mist Júlíusdóttir.