Við göngum oft um götur hverfisins án þess að sjá þau undur sem þar eru að gerast.  Nú er vorið á næsta leyti eins og sjá má af gróðrinum.  Verum vakandi fyrir því dásamlega sem er að gerast og gleðjumst yfir því að náð Guðs er ný á hverjum degi.