Sunnudaginn 21. mars verður sunnudagaskóli kl. 11. Þar verður mikið sungið, sagðar sögur úr Biblíunni og farið í fjársjóðsleit. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína Björg djákni, Karen og Linda. Djús og ávextir í lok stundarinnar.
Messa dagsins verður kl. 14 – ath. breyttan messutíma. Þá fáum við góða gesti í heimsókn úr Vestur-Skaftafellssýslu auk þess sem Skaftfellingafélagið tekur virkan þátt í messunni en félagið heldur upp á 70 ára afmæli sitt þessa helgi. Prestar sem þjóna við messuna eru bæði núverandi og fyrrverandi sóknarprestar í Skaftafellsýslunni. Sr. Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri prédikar, sr. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík þjónar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni og sr. Bryndísi Möllu Elídóttur. Ritningarlestra lesa sr. Sigurjón Einarsson og sr. Hjörtur Hjartarson. Kirkjukórar frá Kirkjubæjarklaustri og Vík syngja ásamt Skaftfellingakórnum. Organistar eru Brian R. Haroldsson og Kári Gestsson. Allir Skaftfellingar nær og fjær eru boðnir hjartanlega velkomnir.