Fyrirsögnin hér að ofan er yfirskrift æskulýðsdagsins sem er næstkomandi sunnudag.  Þá munu æskulýðsfélagar og fermingarbörn sjá að miklu leyti um hina föstu liði messunnar. Eldri barnakór kirkjunnar syngur fyrir okkur, stuttmynd sem krakkar í TTT hafa unnið að undanförnu verður frumsýnd og ekki er ólíklegt að við fáum gesti í heimsókn. En hvernig látum við trú okkar bera ávöxt?