Fimmtudaginn 25. febrúar verður hópur á ferð um hverfið sem kallar sig Korpúlfar. Þetta eru eldri borgarar úr Grafarvogi. Hópurinn mun koma í vinaheimsókn í Breiðholtskirkju klukkan 13:00 þennan dag þar sem byrjað verður með helgistund í kirkjunni. Við erum svo heppin að eiga góða vini í Gerðubergskórnum sem munu koma og syngja í stundinni. Eftir helgistundina liggur leiðin niður í safnaðarheimili þar sem verður kaffi og með því (kaffið kostar 500 krónur). Við hvetjum alla eldri borgara í Breiðholtinu til að koma og taka þátt í þessari vinaheimsókn.