Á miðvikudaginn klukkan 13:30 fáum við góðan gest í heimsókn til okkar í félagsskapinn Maður er manns gaman.  Kolfinna Sigurvinsdóttir íþróttafræðingur kemur til okkar og fjallar um hreyfingu og mikilvægi hennar.  Ekki er ólíklegt að hún kenni okkur einhverjar góðar styrktar- og jafnvægisæfingar í lokin.  Allir velkomnir.

Kyrrðar- og bænastundin hefst á miðvikudaginn klukkan 12:00.  Hægt er að koma bænaefnum á framfæri í stundinni sjálfri eða með því að hafa samband í kirkjuna, sími: 587-1500.  Boðið er upp á súpu og brauð að stundinni lokinni.