Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar djákna, Karenar og Lindu.  Brúðurnar koma í heimsókn og lesin verður saga úr Biblíunni.  En spurning dagsins er:  Hvað verður í fjársjóðskistunni?   Djús, ávextir og kirkjukexið í safnaðarheimilinu í lokin. 

Messa kl. 11.  Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Smári Ólason, félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.  Prédikunartexti dagsins er freistingarfrásagan í fjórða kafla Matteusarguðspjalls.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.