Á morgun er öskudagur og þá verður enginn fundur hjá Kirkjuprökkurum.

Kyrrðar- og bænastund kirkjunnar verður á öskudag (miðvikudag) klukkan 12:00.  Með öskudegi hefst sjöviknafastan eða langafastan og hún stendur í fjörtíu daga eða fram að páskum.  Dagarnir fjörtíu minna okkur á dagana sem Jesús fastaði í eyðimörkinni.  Á föstunni leitumst við við að þroska og  dýpka trúarlíf okkar.  Það gerist með kyrrð og bæn og með því að lifa látlausara lífi.

Guð minn, blessa mér þennan föstutíma til líkama, sálar og anda.