Picture 291.jpg

Síðastliðinn sunnudag var sýning á verkinu Bólu-Hjálmar í Fella- og Hólakirkju.  Sýningin var liður í samstarfsverkefni sóknanna í Breiðholti.  Sýningin var hin besta skemmtun og áhugavert að fá innsýn inn í líf þessa umdeilda skálds.  Einnig var gaman að sjá hve flotta leikmynd hópurinn náði að búa til úr fjórum litlum kössum og þremur kistlum.