Messa kl. 11 sunnudaginn 14. febrúar. Prestur sr. Gísli Jónasson, prédikun dagsins flytur sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda. Organisti er Smári Ólason og kirkjukórinn syngur ásamt eldri barnakór kirkjunnar. Boðið verður upp á létttar veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Nínu Bjargar djákna, Lindu og Karenar. Söngur, sögur og bænir. Öll börn fá mynd með sér heim og að sjálfsögðu verður fjársjóðskistan fundin eftir skemmtilega leit. Börn á öllum aldri hjartanlega velkomin.