Þessa dagana erum við í kirkjuprökkurum að skoða hvað við höfum það gott.  Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.  Allir krakkar á aldrinum 6-9 ára eru velkomnir í hópinn.  í dag ætlum við að segja hvort öðru eitt atriði sem við erum þakklát fyrir.

Við höfum verið svo heppin að hafa hana Valdísi með okkur á meðan Karen var í barnseignaleyfi.  Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Valdísi.  Í dag kemur Karen aftur til starfa og það verður ánægjulegt fyrir okkur í prökkurunum.