Eldri borgarar úr Breiðholtskirkju brugðu undir sig betri fætinum í gær og heimsóttu Guðríðarkirkju í Garfarholti. Guðríðarkirkja er yngsta kirkjan í Reykjavík en hún var vígð 7. desember 2008. Margt var athyglisvert að sjá í þessari fallegu kirkju sem meðal annars hefur tvo einstaka garða. Vel var tekið á móti hópnum af sóknarpresti Guðríðarkirkju sem sagði frá byggingu kirkjunnar, munum hennar og táknmyndum. Ferðin var ánægjuleg í alla staði og vel gæti farið svo að heimsóttar verði fleiri kirkjur á höfuðborgarsvæðinu.