Sunnudaginn 31. janúar verður fimm ára hátíð í fjölskylduguðsþjónustunni kl. 11.  Þá er öllum börnum sem verða fimm ára á árinu boðið að koma og taka þátt í guðsþjónustunni og fá að gjöf fallega bók sem heitir Kata og Óli fara í kirkju.  Einnig kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn og sýnir leikritið um Kamillu og þjófinn sem er skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri.  Boðið er upp á ávexti og djús, kaffi og te í safnaðarheimilinu að lokinni stundinni.

Kl. 20 verður fyrsta Tómasarmessa ársins og ber hún yfirskriftina verða hinir síðustu fyrstir?  Fjölmennur hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og leggur sig fram um að boðskapur hennar megi ná eyrum fólks.  Fyrirbænin skipar stóran sess í Tómasarmessunni og er bæði hægt að fá fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu.  Einnig má skrifa bænarefni á miða og leggja í körfu, kveikja á bænakerti eða bera bæn sína í hljóði fram fyrir Guð sem heyrir allar bænir.  Boðið er upp á kaffisopa, te og kex í safnaðarheimilinu að messu lokinni.