Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar djákna, Lindu og Valdísar.  Biblíusögur í máli og myndum, fjársjóðskistan með lykilorðinu og mikill söngur um Jesú sem er besti vinur barnanna.  Allir fá mynd með sér heim í safnið.  Djús, kex og ávextir í lok stundarinnar.

Messa kl. 11 prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Smári Ólason, kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 504, 223, 30, 22 og eftir prédikun nr. 340, 587 og 56.  Messuþjónar taka virkan þátt í messunni ásamt fermingarbörnum.  Kaffisopi eða te í safnaðarheimilinu að messu lokinni.