Sunnudaginn 17. janúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Smári Ólason sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Messuþjónar taka virkan þátt í messunni og vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra.  Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að lokinni messu og sunnudagaskóla.

Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni og Linda Rós Sigþórsdóttir.  Í sunnudagaskólanum er mikið sungir og ómissandi er að skoða í fjársjóðskistuna sem alltaf geymir einhvern mikilvægan fjársjóð sem jafnvel er hægt að taka með sér heim á einn eða annan hátt.  Biblíusögur skipa stóran sess í sunnudagaskólanum og einnig koma brúðurnar í heimsókn.