Á morgun hefst Kyrrðarstund í kirkjunni klukkan 12:00. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Klukkan 13:30 hittist félagsskapurinn Maður er manns gaman. Stundirnar eru hugsaðar fyrir 67 ára og eldri en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Í stundinni fáum við innsýn inn í gerð bókarinnar Öll þau klukknaköll, en það er Anna Sigurkarlsdóttir sem kemur til okkar, segir frá og vonandi les úr bókinni.
Kirkjuprakkarar hittast í fyrsta sinn á þessu ári á miðvikudaginn klukkan 16:00. Það verður gott að hitta bæði nýja og gamla vini aftur eftir langt frí.
Æskulýðsstarfið verður í lok dagsins eða klukkan 20:00.