Sunnudagaskóli og messa kl. 11 sunnudaginn 13. desember. Kveikt verður á þriðja aðventukertinu og boðskapur aðventunnar hugleiddur í tali og tónum. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs sem einnig leiðir kór kirkjunnar í söng. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni ásamt Lindu Rós Sigþórsdóttur. Skoðað verður í fjársjóðskistuna og sungin jólalög en umfram allt verður friður aðventunnar í fyrirrúmi. Njótum þess að eiga uppbyggilega stund í húsi Drottins þegar líður að jólum. Kaffisopi og piparkökur í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
Við kveikjum þremur kertum á / því konungs beðið er / þótt Jesús sjálfur jötu og strá / á jólum kysi sér.