Alla föstudaga milli 10 og 12 hittast mæður í safnaðarheimili kirkjunnar og eiga saman notalega stund. Foreldramorgnarnir eru hugsaðir fyrir þá foreldra sem eru heima með ung börn sín og vilja koma og hitta aðra, deila reynslu, þiggja ráð eða einfaldlega að spjalla yfir kaffibolla eða tesopa. Góð aðstaða er í safnaðarheimilinu fyrir börnin, barnastólar og dýnur, leikföng og spil. Einnig er góð aðstaða úti fyrir vagna og kerrur. Umsjón með foreldramorgnunum hefur Emilía G. Svavarsdóttir.