Messa kl. 11 sunnudaginn 6. desember. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar og þátttakendur í félagsstarfi Gerðubergs kveikja á kerti og lesa og ritningartexta. Boðið verður upp á súpu og brauð að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11. Kveikt verður á öðru aðventukertinu, Betlehemskertinu og jólalögin sungin í bland við sunnudagaskólalögin. Farið verður í fjársjóðsleit og nýja lykilorðið prófað sem er orð Jesú úr Matteusarguðspjalli: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Sunnudagaskólinn í desember er uppbyggjandi stund þar sem friður og ró aðventunnar er höfð í fyrirrúmi. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.