Á morgun, 2. desember, er samvera hjá félagsskapnum Maður er manns gaman.  Stundin hefst klukkan 13:30 og það eru allir hjartanlega velkomnir.

Til okkar kemur góður gestur, Þorvaldur Halldórsson, og hann ætlar að syngja fyrir okkur og með okkur.  Á eftir fáum við okkur rjúkandi te eða kaffi og spjöllum saman.  Stundin er búin um 15:00.