Á fyrsta sunnudegi í aðventu 29. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta með sterkum kærleiksboðskap kl.  11.  Tendrað verður á fyrsta aðventuljósinu, Spádómskertinu, fjárhúsið í Betlehem verður sett upp, broskórinn syngur og jólasagan lesin.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir og Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni þjóna og Julian E. Isaacs leikur á orgelið. 

Aðventukvöld verður kl. 20 með fjölbreyttri dagskrá.  Anna M. Axelsdóttir flytur hugleiðingu, kirkjukórinn syngur og Ragnar Bjarnason flytur nokkur jólalög.  Fermingarbörn sýna helgileik og eldri barnakórinn syngur.   Kvöldinu lýkur síðan í safnaðarheimilinu þar sem sóknarnefndin býður upp á heitt súkkulaði og smákökur.