Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Broskórinn syngur undir stjórn Julian E. Isaacs og Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna. Prestur sr. Gísli Jónasson. Hressing í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
Tómasarmessa kl. 20. Yfirskrift messunnar er: „Hungrað er ég, hvar ert þú?“ Fjölbreytt tónlist sem sönghópur Þorvalds Halldórssonar leiðir, fyrirbæn og máltíð Drottins. Kaffi og te í safnaðarheimilinu að lokinni messu.