Vegna útfarar verður fyrirhugaðri samverustund hjá Maður er manns gaman frestað um viku. Stundin verður miðvikudaginn 25. nóvember og þá munum við halda bingó.
Kyrrðarstundin verður á sínum stað og hefst klukkan 12:00. Eftir stundina verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.
Allir krakkar á aldrinum 6 – 9 ára eru velkomnir í Kirkjuprakkara klukkan 16:00. Við ætlum að heyra meira um boðorðin og velta fyrir okkur hvernig við getum notað þau í okkar lífi. Síðan förum við í leiki og syngjum saman. Hittumst í kirkjunni!