Sunnudagaskóli kl. 11 með hressum sunnudagaskólasöngvum, fjársjóðsleit og fallegum sögum. Brúðurnar koma í heimsókn og allir fá blað með Biblíusögu með sér heim. Umsjón með sunnudagskólanum hafa Nína Björg djákni og Linda Rós kennaranemi. Djús, kex og ávextir að lokinni stundinni.
Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaccs, kór kirkjunnar syngur. Prédikun dagsins flytur Jógvan Purkhus frá Gideonfélaginu og mun hann kynna starfsemi félagsins. Tekin verða samskot til Gideonfélagsins í messunni og gefst þá tækifæri til þess að styrkja þetta mikilvæga starf. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu.